CONTENT SUITE

Þú getur aukið sýnileika og trúverðugleika vefsíðu þinnar með því að nýta þér Web Content Suite. Fimm mismunandi verkfæri vefstjórans tryggja að vefsíðan þín sé í toppstandi og gera þér kleift að finna stafsetningarvillur og óvirka tengla, koma vel út úr leitarvélum og hafa aðgengismálin í lagi.

Quality Assurance

Lagfærðu óvirka tengla og stafsetningarvillur

Óvirkir tenglar og stafsetningarvillur hafa neikvæð áhrif á notendaupplifun sem og á ímynd fyrirtækja og stofnana. Siteimprove Quality Assurance finnur alla óvirka tengla og stafsetningarvillur og hjálpar þér að forgangsraða því sem mikilvægast er að laga hverju sinni. Með því má viðhalda og bæta ímynd fyrirtækisins auk þess sem álag á þjónustuver minnkar.

Allir tenglar á vefsíðunni eru vaktaðir og óvirkir tenglar og stafsetningarvillur sjást skýrt og greinilega í verkfærinu. Með tengingu Siteimprove við vefumsjónarkerfi ykkar er leikur einn að laga það sem betur má fara. Þegar kemur að vefstjórn þarf að huga að fleiru en óvirkum tenglum og stafsetingarvillum. Quality Assurance verkfærið fer jafnframt í gengum öll skjöl, myndir, myndbönd, netföng, link-texta og fleira, í þeim tilgangi að auka gæði. Vefsíðan er skönnuð fimmta hvern dag og oftar ef þörf er á.

Auðveld verkaskipting og skýrslur

Það er auðvelt að búa til grúppur og dreifa þar með verkefnum og ábyrgð, hvort sem um lítið eða stórt vefteymi er að ræða. Hver og einn getur séð um sinn hluta vefsins og forgangsraðað verkefnum á þægilegan hátt. Hægt er að ákveða hverjir fá sendar skýrslur í tölvupósti um ástand vefsins hverju sinni og beint úr skýrslunni má laga þau atriði sem þar koma fram. Jafnframt eru yfirmenn oftast ánægðir með að fá sendar skýrslur um stöðu mála og það gerist ekki auðveldara að senda þeim mánaðarlegar skýrslur.

Policy

Fylgdu stefnum og stöðlum sem settar eru fyrir þína vefsíðu

Siteimprove Policy gerir þér kleift að marka stefnur fyrir vefinn þinn og passa upp á að allt sé eins og það á að vera. Þannig má koma í veg fyrir að of stórar myndir séu settar á vefinn beint úr nýju Canon-myndavélinni, passa upp á að engin Word skjöl séu á síðunni, að samræmi sé í texta og að link-texti sé lýsandi svo fátt eitt sé nefnt.

Siteimprove Policy býr til stefnur varðandi efnið sem fyrir er á vefnum og lítur í hvern krók og kima á vefsíðunni til þess að finna það sem brýtur í bága við stefnur vefsíðunnar. Stefna getur til að mynda athugað hvort að nafn fyrirtækisins sé einhvers staðar skrifað með litlum en ekki stórum staf og hvort einhver síða hafi ekki verið uppfærð í heilt ár.

Verndaðu vörumerkið þitt

Þú getur komið í veg fyrir vandræðaleg mistök og tryggt að vörumerkið þitt sé alltaf rétt framsett.

Jafnframt getur þú séð til þess að innihald og efni vefsíðunnar sé í samræmi við gildandi lög hvað notendaskilmála og persónuvernd varðar. Jafnframt má finna og eyða efni sem ekki á heima á vefsíðunni, s.s. kennitölur eða netföng viðskiptavina, óviðeigandi orð og margt fleira.

Accessibility

Tryggja aðgengi á netinu

Aðgengi á netinu snýst um að gefa öllum notendum, óháð hömlun, möguleika á því að nálgast og nota vefsíðuna þína. Einn af hverjum fimm notendum Internetsins á við einhvers konar erfiðleika að stríða þegar kemur að því að nota netið. Með Siteimprove Accessibility getur fyrirtækið eða stofnunin þín uppfyllt alþjóðlegar kröfur þegar kemur að aðgengismálum. Sérfræðiþekking á aðgengismálum er óþörf þar sem við hjálpum þér að skilja og laga það sem betur má fara.

Siteimprove Accessibility hjálpar þér að hafa aðgengismálin í lagi og skoðar allar þínar vefsíður með tilliti til WCAG 2.0 staðalsins á stigi A, AA og AAA. Verkfærið skoðar einnig þínar síður út frá WAI-ARIA staðlinum, sem hjálpar til með að gera rafrænt efni og rafrænar umsóknir aðgengilegar fólki með einhvers konar hamlanir.

Vertu viss um að vefsíðan þín uppfylli staðla

Það er einfalt að velja hvaða stig af WCAG þú vilt einblína á hverju sinni sem gerir aðgengisvandamálin viðráðanleg og auðveldari að laga. Nákvæmar útskýringar á öllum vandamálum og hvernig þau megi laga gera leiðréttingar fljótlegar og aðgengismálin skiljanleg og auðveld viðfangs.

SEO

Leitarvélabestun

Leggðu áherslu á rétta hluti, sem skila sér í fleiri heimsóknum á vefsíðuna þína.

Með einfaldri og árangursríkri leitarvélabestun hjálpar Siteimprove þér að verða sýnilegri á netinu og laða þannig að fleiri notendur. Siteimprove SEO verkfærið er einfalt í notkun og með því að lagfæra nokkur mikilvæg atriði getur þú bætt leitarniðurstöður þínar til muna.

Siteimprove SEO skannar vefsíðuna þína á fimm daga fresti og oftar ef þörf er á. Auðvelt er að sjá hvað betur má fara til þess að tryggja betri leitarniðurstöður hjá leitarvélum eins og Google. Með því að birtast ofarlega í leitarniðurstöðum getur þú reiknað með fleiri heimsóknum, meiri notkun og oftar en ekki meiri viðskiptum.

Fáðu send gögn og skýrslur

Með Siteimprove SEO getur þú fengið sendar skýrslur í tölvupósti sem hjálpa þér að skilja og átta þig á því sem betur má fara þegar kemur að leitarvélabestun. Þar að auki getur þú búið til þínar eigin skýrslur og fengið gögnin send sem Excel eða XML skjöl.

Response

Vöktun síðunnar, uppi- og niðurtími

Vertu áhyggjulaus og láttu Siteimprove sjá um að vakta vefsíðuna þína allan sólarhringinn. Þú getur komið í veg fyrir að einhver viti að síðan þín liggi niðri á undan þér vegna þess að við sendum SMS og/eða tölvupóst um leið og vefsíðan svarar ekki. Þannig má bregðast skjótt og örugglega við og sjá til þess að síðan fari aftur upp eins fljótt og hægt er.

Þú færð samstundis að vita ef vefsíðan svarar ekki

Siteimprove Response tryggir að þið séuð þau fyrstu til þess að vita ef eitthvað er að síðunni. Ef eitthvað er að vefþjóni, árás verður á síðuna eða annað, fá allir þeir starfsmenn ykkar sem skráðir eru hjá Siteimprove Response að vita samstundis með tölvupósti og SMS-skilaboðum.

Siteimprove Response Checkpoints veitir möguleikann á því að athuga mismunandi síður og undirsíður og ótakmörkuð URL. Response veitir þér einnig sögulega tölfræði um uppitíma, svörun og tilfelli og ástæður þess ef síðan hefur farið niður í gegnum tíðina.

PDF Checker

Athugun á PDF skjölum

Portable Document Format (PDF) er líklega mest notaða skjalategund á netinu og lokaútgáfa rafræns skjals er yfirleitt af þeirri gerð. Siteimprove PDF Checker veitir enn frekari gæðatryggingu á vefnum með því að lesa öll PDF-skjöl sem finnast í vefsíðunni og athuga hvort einhverjir óvirkir tenglar eða aðgengisvandamál séu í skjalinu.

Valfrjáls viðbót: Priority

Frekari innsýn í forgangsröðun verkefna

Valfrjáls viðbót við Siteimprove Content Suite. Priority er innifalið í Web Governance Suite.

Priority hjálpar þér enn frekar að forgangsraða verkefnum og spara tíma. Með Priority getur þú séð hversu oft hefur verið smellt á óvirka tengla, hvaða síður sem innihalda villur eru mest heimsóttar og hvaða skjöl eru vinsælust. Með þessum upplýsingum getur þú auðveldlega lagað fyrst það sem mestu máli skiptir og passað upp á að viðskiptavinir þínir verði sem minnst varir við villur á vefsíðunni.